Fótbolti

Vonin lifir enn þökk sé Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Åge Hareide, landsliðsþjálfari Noregs.
Åge Hareide, landsliðsþjálfari Noregs. Nordic Photos / AFP
Åge Hareide, landsliðsþjálfari Noregs, segir að vonin um að ná öðru sæti riðilsins í undankeppni HM 2010 lifi enn þökk sé sigri Íslands á Makedóníu í gær.

Norðmenn töpuðu á sama tíma fyrir Hollandi, 1-0, og eru nú í neðsta sæti riðilsins með tvö stig. Makedónía er með þrjú og Ísland og Skotland með fjögur.

„Þetta lítur betur út núna en það er Íslandi að þakka," sagði Hareide.

Norskir fjölmiðlar kröfðust í dag afsagnar Hareide vegna slaks gengis norska landsliðsins að undanförnu.

„Ég skil vel afstöðu fjölmiðlanna og hef ég ekkert út á þá að setja. En ég skal komast að því sjálfur þegar það er kominn tími til að hætta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×