Bestu markverðir ensku úrvalsdeildarinnar Elvar Geir Magnússon skrifar 1. desember 2008 17:30 Blaðamenn The Sun hafa tekið saman lista yfir tíu bestu markverði ensku úrvalsdeildarinnar að þeirra mati. Þessi listi er vel umdeilanlegur enda valið erfitt. 10. Joe HartÞað er mikið af ungum og efnilegum enskum markvörðum í úrvalsdeildinni en óvíst er hversu langt Scott Carson, Chris Kirkland og Ben Foster munu ná. Joe Hart hjá Manchester City hefur sýnt það að hann hefur það sem þarf til að verða landsliðsmarkvörður Englands í framtíðinni. 9. Mark SchwarzerSchwarzer skipti óvænt yfir í Fulham fyrir tímabilið eftir áratug hjá Middlesbrough. Þessi ástralski markvörður hefur leikið frábærlega í marki Lundúnaliðsins á tímabilinu. 8. Jussi JaaskeilainenÞessi finnski markvörður hefur þegar leikið yfir 400 leiki á 12 árum hjá Bolton en nóg er eftir á tankinum hjá þessum 33 ára leikmanni. Hefur oft varið markið hetjulega og á stóran þátt í veru Bolton í efstu deild. 7. Robert GreenHefur tekið miklum framförum og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum West Ham fyrir frammistöðu sína síðustu þrjú tímabil. 6. Brad FriedelNáði ekki að festa sig í sessi sem aðalmarkvörður Liverpool. Þegar hann yfirgaf Anfield bjuggust fáir við því að hann yrði einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar. En hann sýndi hjá Blackburn hve öflugur hann er og heldur nú uppteknum hætti hjá Aston Villa. 5. Edwin van der SaarSir Alex Ferguson sér væntanlega ekki eftir því að hafa ekki krækt í þennan markvörð fyrr. Fyrsti markvörðurinn sem náð hefur að festa sig almennilega í sessi á Old Trafford síðan Peter Schmeichel lagði hanskana á hilluna. Varði vítaspyrnu Nicolas Anelka á síðasta tímabili og tryggði United sigur í Meistaradeildinni. 4. David JamesVerður bara betri með aldrinum. Hefur leikið frábærlega með Portsmouth og endurheimt stöðu sína sem aðalmarkvörður enska landsliðsins. Gæti verið á toppi listans ef hann ætti það ekki til að fara í skógarferðir. 3. Shay GivenHefur mátt þola það að spila með allskonar jólasveinum í vörninni fyrir framan sig. Á stóran þátt í því að Newcastle hefur ekki fengið markaregn á sig í hverjum einasta leik. 2. Pepe ReinaFáir stuðningsmenn Liverpool vissu hver Reina væri þegar hann kom frá Villareal 2005. En sá spænski hefur verið mjög traustur síðan hann kom. Ef Liverpool lendir í vítaspyrnukeppni veistu á hvað best er að leggja peningina þína á. 1. Petr CechHársbreidd á undan Reina á þessum lista. Markvörður sem er á algjörum heimsklassa. Margir vilja meina að hann sé ekki jafn öruggur og hann var eftir að hafa lent í slæmum höfuðmeiðslum gegn Reading fyrir tveimur árum en það kemur ekki í veg fyrir að hann vermi toppsæti listans. Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Blaðamenn The Sun hafa tekið saman lista yfir tíu bestu markverði ensku úrvalsdeildarinnar að þeirra mati. Þessi listi er vel umdeilanlegur enda valið erfitt. 10. Joe HartÞað er mikið af ungum og efnilegum enskum markvörðum í úrvalsdeildinni en óvíst er hversu langt Scott Carson, Chris Kirkland og Ben Foster munu ná. Joe Hart hjá Manchester City hefur sýnt það að hann hefur það sem þarf til að verða landsliðsmarkvörður Englands í framtíðinni. 9. Mark SchwarzerSchwarzer skipti óvænt yfir í Fulham fyrir tímabilið eftir áratug hjá Middlesbrough. Þessi ástralski markvörður hefur leikið frábærlega í marki Lundúnaliðsins á tímabilinu. 8. Jussi JaaskeilainenÞessi finnski markvörður hefur þegar leikið yfir 400 leiki á 12 árum hjá Bolton en nóg er eftir á tankinum hjá þessum 33 ára leikmanni. Hefur oft varið markið hetjulega og á stóran þátt í veru Bolton í efstu deild. 7. Robert GreenHefur tekið miklum framförum og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum West Ham fyrir frammistöðu sína síðustu þrjú tímabil. 6. Brad FriedelNáði ekki að festa sig í sessi sem aðalmarkvörður Liverpool. Þegar hann yfirgaf Anfield bjuggust fáir við því að hann yrði einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar. En hann sýndi hjá Blackburn hve öflugur hann er og heldur nú uppteknum hætti hjá Aston Villa. 5. Edwin van der SaarSir Alex Ferguson sér væntanlega ekki eftir því að hafa ekki krækt í þennan markvörð fyrr. Fyrsti markvörðurinn sem náð hefur að festa sig almennilega í sessi á Old Trafford síðan Peter Schmeichel lagði hanskana á hilluna. Varði vítaspyrnu Nicolas Anelka á síðasta tímabili og tryggði United sigur í Meistaradeildinni. 4. David JamesVerður bara betri með aldrinum. Hefur leikið frábærlega með Portsmouth og endurheimt stöðu sína sem aðalmarkvörður enska landsliðsins. Gæti verið á toppi listans ef hann ætti það ekki til að fara í skógarferðir. 3. Shay GivenHefur mátt þola það að spila með allskonar jólasveinum í vörninni fyrir framan sig. Á stóran þátt í því að Newcastle hefur ekki fengið markaregn á sig í hverjum einasta leik. 2. Pepe ReinaFáir stuðningsmenn Liverpool vissu hver Reina væri þegar hann kom frá Villareal 2005. En sá spænski hefur verið mjög traustur síðan hann kom. Ef Liverpool lendir í vítaspyrnukeppni veistu á hvað best er að leggja peningina þína á. 1. Petr CechHársbreidd á undan Reina á þessum lista. Markvörður sem er á algjörum heimsklassa. Margir vilja meina að hann sé ekki jafn öruggur og hann var eftir að hafa lent í slæmum höfuðmeiðslum gegn Reading fyrir tveimur árum en það kemur ekki í veg fyrir að hann vermi toppsæti listans.
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira