Bestu markverðir ensku úrvalsdeildarinnar Elvar Geir Magnússon skrifar 1. desember 2008 17:30 Blaðamenn The Sun hafa tekið saman lista yfir tíu bestu markverði ensku úrvalsdeildarinnar að þeirra mati. Þessi listi er vel umdeilanlegur enda valið erfitt. 10. Joe HartÞað er mikið af ungum og efnilegum enskum markvörðum í úrvalsdeildinni en óvíst er hversu langt Scott Carson, Chris Kirkland og Ben Foster munu ná. Joe Hart hjá Manchester City hefur sýnt það að hann hefur það sem þarf til að verða landsliðsmarkvörður Englands í framtíðinni. 9. Mark SchwarzerSchwarzer skipti óvænt yfir í Fulham fyrir tímabilið eftir áratug hjá Middlesbrough. Þessi ástralski markvörður hefur leikið frábærlega í marki Lundúnaliðsins á tímabilinu. 8. Jussi JaaskeilainenÞessi finnski markvörður hefur þegar leikið yfir 400 leiki á 12 árum hjá Bolton en nóg er eftir á tankinum hjá þessum 33 ára leikmanni. Hefur oft varið markið hetjulega og á stóran þátt í veru Bolton í efstu deild. 7. Robert GreenHefur tekið miklum framförum og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum West Ham fyrir frammistöðu sína síðustu þrjú tímabil. 6. Brad FriedelNáði ekki að festa sig í sessi sem aðalmarkvörður Liverpool. Þegar hann yfirgaf Anfield bjuggust fáir við því að hann yrði einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar. En hann sýndi hjá Blackburn hve öflugur hann er og heldur nú uppteknum hætti hjá Aston Villa. 5. Edwin van der SaarSir Alex Ferguson sér væntanlega ekki eftir því að hafa ekki krækt í þennan markvörð fyrr. Fyrsti markvörðurinn sem náð hefur að festa sig almennilega í sessi á Old Trafford síðan Peter Schmeichel lagði hanskana á hilluna. Varði vítaspyrnu Nicolas Anelka á síðasta tímabili og tryggði United sigur í Meistaradeildinni. 4. David JamesVerður bara betri með aldrinum. Hefur leikið frábærlega með Portsmouth og endurheimt stöðu sína sem aðalmarkvörður enska landsliðsins. Gæti verið á toppi listans ef hann ætti það ekki til að fara í skógarferðir. 3. Shay GivenHefur mátt þola það að spila með allskonar jólasveinum í vörninni fyrir framan sig. Á stóran þátt í því að Newcastle hefur ekki fengið markaregn á sig í hverjum einasta leik. 2. Pepe ReinaFáir stuðningsmenn Liverpool vissu hver Reina væri þegar hann kom frá Villareal 2005. En sá spænski hefur verið mjög traustur síðan hann kom. Ef Liverpool lendir í vítaspyrnukeppni veistu á hvað best er að leggja peningina þína á. 1. Petr CechHársbreidd á undan Reina á þessum lista. Markvörður sem er á algjörum heimsklassa. Margir vilja meina að hann sé ekki jafn öruggur og hann var eftir að hafa lent í slæmum höfuðmeiðslum gegn Reading fyrir tveimur árum en það kemur ekki í veg fyrir að hann vermi toppsæti listans. Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Blaðamenn The Sun hafa tekið saman lista yfir tíu bestu markverði ensku úrvalsdeildarinnar að þeirra mati. Þessi listi er vel umdeilanlegur enda valið erfitt. 10. Joe HartÞað er mikið af ungum og efnilegum enskum markvörðum í úrvalsdeildinni en óvíst er hversu langt Scott Carson, Chris Kirkland og Ben Foster munu ná. Joe Hart hjá Manchester City hefur sýnt það að hann hefur það sem þarf til að verða landsliðsmarkvörður Englands í framtíðinni. 9. Mark SchwarzerSchwarzer skipti óvænt yfir í Fulham fyrir tímabilið eftir áratug hjá Middlesbrough. Þessi ástralski markvörður hefur leikið frábærlega í marki Lundúnaliðsins á tímabilinu. 8. Jussi JaaskeilainenÞessi finnski markvörður hefur þegar leikið yfir 400 leiki á 12 árum hjá Bolton en nóg er eftir á tankinum hjá þessum 33 ára leikmanni. Hefur oft varið markið hetjulega og á stóran þátt í veru Bolton í efstu deild. 7. Robert GreenHefur tekið miklum framförum og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum West Ham fyrir frammistöðu sína síðustu þrjú tímabil. 6. Brad FriedelNáði ekki að festa sig í sessi sem aðalmarkvörður Liverpool. Þegar hann yfirgaf Anfield bjuggust fáir við því að hann yrði einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar. En hann sýndi hjá Blackburn hve öflugur hann er og heldur nú uppteknum hætti hjá Aston Villa. 5. Edwin van der SaarSir Alex Ferguson sér væntanlega ekki eftir því að hafa ekki krækt í þennan markvörð fyrr. Fyrsti markvörðurinn sem náð hefur að festa sig almennilega í sessi á Old Trafford síðan Peter Schmeichel lagði hanskana á hilluna. Varði vítaspyrnu Nicolas Anelka á síðasta tímabili og tryggði United sigur í Meistaradeildinni. 4. David JamesVerður bara betri með aldrinum. Hefur leikið frábærlega með Portsmouth og endurheimt stöðu sína sem aðalmarkvörður enska landsliðsins. Gæti verið á toppi listans ef hann ætti það ekki til að fara í skógarferðir. 3. Shay GivenHefur mátt þola það að spila með allskonar jólasveinum í vörninni fyrir framan sig. Á stóran þátt í því að Newcastle hefur ekki fengið markaregn á sig í hverjum einasta leik. 2. Pepe ReinaFáir stuðningsmenn Liverpool vissu hver Reina væri þegar hann kom frá Villareal 2005. En sá spænski hefur verið mjög traustur síðan hann kom. Ef Liverpool lendir í vítaspyrnukeppni veistu á hvað best er að leggja peningina þína á. 1. Petr CechHársbreidd á undan Reina á þessum lista. Markvörður sem er á algjörum heimsklassa. Margir vilja meina að hann sé ekki jafn öruggur og hann var eftir að hafa lent í slæmum höfuðmeiðslum gegn Reading fyrir tveimur árum en það kemur ekki í veg fyrir að hann vermi toppsæti listans.
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira