Enski boltinn

Kynþáttaníð í garð Mido rannsakað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mido í leik með Middlesbrough.
Mido í leik með Middlesbrough. Nordic Photos / Getty Images

Enska knattspyrnusambandið mun rannsaka þær ásakanir að Mido hafi mátt þola kynþáttaníð frá stuðningsmönnum Newcastle fyrir leik liðsins gegn Middlesbrough um helgina.

Mido er leikmaður Middlesbrough sem gerði markalaust jafntefli gegn Newcastle á heimavelli um helgina. Fyrir leikinn, á meðan upphitun leikmanna stóð, kölluðu stuðningsmenn Newcastle að leikmanninum, rétt eins og fyrir leik liðanna á síðustu leiktíð.

Talsmaður enska knattspyrnusambandsins sagði að það myndi vinna með félögunum til þess að reyna að bera kennsl á þá sem bera ábyrgð á þessu.

Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough, sagði þó að slíkt væri erfitt. „Það er hætta á því að það yrði ekkert nema nornaveiðar. Það er ekki hægt að refsa félaginu fyrir hegðun stuðningsmannanna enda ekki á færi stórs félags eins og Newcastle að hafa hemil á öllum stuðningsmönnum sínum."

„Ég skil vel mikilvægi málsins en vil sat ekki setja óeðlilegan þrýsting á Newcastle sem er mjög gott félag."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×