Fótbolti

Pólverjar náðu sáttum við FIFA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íþróttamálaráðherra Póllands mætir til vinnu í morgun, umsetinn fjölmiðlamönnum.
Íþróttamálaráðherra Póllands mætir til vinnu í morgun, umsetinn fjölmiðlamönnum. Nordic Photos / AFP

Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, segir að pólska knattspyrnusambandið hafi náð sáttum við FIFA.

FIFA hótaði því að draga liðið úr keppni í undankeppni HM 2010 og taka EM 2012 af sambandinu en sú keppni fer fram í Póllandi og Úkraínu.

Pólska ríkisstjórnin skipaði stjórn pólska knattspyrnusambandsins að stíga niður. Bæði FIFA og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, líða hins vegar ekki afskipti stjórnvalda af knattspyrnuforystu hvers aðildarlands.

„Við höfum fengið gögn þess efnis að pólska knattspyrnusambandið og pólska ríkistjórnin hafi komist að samkomulagi um deiluefni sín," sagði Blatter. „Ef þetta samkomulag verður hrint í framkvæmd á morgun er það nóg fyrir okkur. Við munum ekki beita neinum refsiaðgerðum ef þetta verður gert."

Forystu knattspyrnusambandsins í Póllandi var gert að stíga niður þar sem það þótti sannað að hún tæki ekki nægilega vel á spillingamálum í knattspyrnuheiminum í Póllandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×