Hjaltalín hita upp fyrir Cold War Kids 21. nóvember 2008 07:00 Hljómsveitin Hjaltalín er á leiðinni í tónleikaferð með Cold War Kids. Hjaltalín er leiðinni í tónleikaferð um Evrópu með bandarísku sveitinni Cold War Kids. Um vikulangan túr er að ræða sem hefst í Tórínó á Ítalíu á laugardagskvöld. Tónleikaferðin kom upp mjög snögglega því Hjaltalín var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir aðra upphitunarsveit sem forfallaðist. „Við erum að fara í Evróputúr í janúar og það eru mestmegnis ferðalög í gegnum Þýskaland, Austurríki, Sviss, Bretland og Frakkland. Núna byrjum við á Ítalíu og förum svo á suðurströnd Frakklands og til Spánar. Hún er aðeins syðra þessi ferð þannig að það passar ágætlega," segir Högni Egilsson í Hjaltalín. „Þetta verður heljarinnar ferðalag. Þetta eru fjögur þúsund kílómetrar sem við erum að ferðast. Við tökum bíl og keyrum á milli. Þetta verður ofsalega gaman." Högni játar að um góða kynningu sé að ræða fyrir Hjaltalín enda þykir Cold War Kids með efnilegri sveitum í bandaríska rokkinu. Hún hefur gefið út tvær plötur, nú síðast Loyalty to Loyalty. Sveitin átti á síðasta ári að hita upp fyrir The White Stripes á tónleikaferð en hætt var við ferðina. Hjaltalín hitar upp fyrir tónleikaferðina með tónleikum á Nasa í kvöld þar sem einnig koma fram Sprengjuhöllin og Motion Boys. Skömmu síðar stíga krakkarnir upp í flugvél á vit ævintýranna á Ítalíu. Milli jóla og nýárs ætlar Hjaltalín svo að taka upp ný lög með aðstoð sinfóníuhljómsveitar. Högni vonast til að efnið komist á næstu plötu sveitarinnar sem verður að öllum líkindum stærri og litríkari en sú síðasta. - fb Mest lesið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hjaltalín er leiðinni í tónleikaferð um Evrópu með bandarísku sveitinni Cold War Kids. Um vikulangan túr er að ræða sem hefst í Tórínó á Ítalíu á laugardagskvöld. Tónleikaferðin kom upp mjög snögglega því Hjaltalín var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir aðra upphitunarsveit sem forfallaðist. „Við erum að fara í Evróputúr í janúar og það eru mestmegnis ferðalög í gegnum Þýskaland, Austurríki, Sviss, Bretland og Frakkland. Núna byrjum við á Ítalíu og förum svo á suðurströnd Frakklands og til Spánar. Hún er aðeins syðra þessi ferð þannig að það passar ágætlega," segir Högni Egilsson í Hjaltalín. „Þetta verður heljarinnar ferðalag. Þetta eru fjögur þúsund kílómetrar sem við erum að ferðast. Við tökum bíl og keyrum á milli. Þetta verður ofsalega gaman." Högni játar að um góða kynningu sé að ræða fyrir Hjaltalín enda þykir Cold War Kids með efnilegri sveitum í bandaríska rokkinu. Hún hefur gefið út tvær plötur, nú síðast Loyalty to Loyalty. Sveitin átti á síðasta ári að hita upp fyrir The White Stripes á tónleikaferð en hætt var við ferðina. Hjaltalín hitar upp fyrir tónleikaferðina með tónleikum á Nasa í kvöld þar sem einnig koma fram Sprengjuhöllin og Motion Boys. Skömmu síðar stíga krakkarnir upp í flugvél á vit ævintýranna á Ítalíu. Milli jóla og nýárs ætlar Hjaltalín svo að taka upp ný lög með aðstoð sinfóníuhljómsveitar. Högni vonast til að efnið komist á næstu plötu sveitarinnar sem verður að öllum líkindum stærri og litríkari en sú síðasta. - fb
Mest lesið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“