Andkristni og krabbamein 18. desember 2008 03:30 Atli Jarl Martin í fremstu víglínu með félögum í hljómsveitinni Helshare. Fréttablaðið/guðmundur Óli pálmason Krabbameinssamtökin Kraftur og Andkristnihátíðin slá saman í tónleika á Café Amsterdam á laugardagskvöldið. „Við erum að slá hagsmunum okkar saman í eitt rosagigg og þetta er skemmtilegt samkrull," segir Atli Jarl Martin andkristnimaður. „Við tökum þeim fagnandi sem fúlsa ekki við okkur með sleggjudómum." Andkristnihátíðin er nú haldin í níunda skipti. „Þetta byrjaði sem andóf gegn kristnihátíðinni árið 2000 og hefur verið árlegt síðan. Okkar inntak er alltaf það sama, að kynna besta þungarokkið hverju sinni og standa fyrir andkristilegum boðskap. Við erum ekki að boða djöflatrú, svo það sé nú alveg á hreinu. Félagsskapurinn Vantrú er með í þessu." Kraftur er stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein og aðstandenda þeirra. Félagið hefur gefið út diskinn Ojjj … ertu með krabbamein og ætlaði að halda tónleika með fjórum sveitum til að kynna hann. „Það var eins og það væri einhver bölvun á þessum tónleikum," segir Páll Jens Reynisson hjá Krafti. „Hver af annarri gengu sveitirnar úr skaftinu, trommarinn í Jan Mayen handleggsbrotnaði og ég veit ekki hvað og hvað, þangað til hljómsveitin Reykjavík! var ein eftir." Þá kom andkristnifélagið til skjalanna og bauð samstarf. Aðgangseyriririnn, þúsundkall, skiptist jafn á milli hinna tveggja ólíku félaga. Auk Reykjavíkur! kemur fram þungarokksrjómi landsins um þessar mundir: Sólstafir (ný plata frá þeim í janúar), Darknote („bjartasta vonin í dag," segir Atli Jarl), Bastard („old school-þungarokk"), rafmagnshávaðasveitin Snatan:Ultra og hljómsveitin sem Atli er í, Helshare. Það er alltaf nóg að gerast í þungarokkinu.- drg Mest lesið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Krabbameinssamtökin Kraftur og Andkristnihátíðin slá saman í tónleika á Café Amsterdam á laugardagskvöldið. „Við erum að slá hagsmunum okkar saman í eitt rosagigg og þetta er skemmtilegt samkrull," segir Atli Jarl Martin andkristnimaður. „Við tökum þeim fagnandi sem fúlsa ekki við okkur með sleggjudómum." Andkristnihátíðin er nú haldin í níunda skipti. „Þetta byrjaði sem andóf gegn kristnihátíðinni árið 2000 og hefur verið árlegt síðan. Okkar inntak er alltaf það sama, að kynna besta þungarokkið hverju sinni og standa fyrir andkristilegum boðskap. Við erum ekki að boða djöflatrú, svo það sé nú alveg á hreinu. Félagsskapurinn Vantrú er með í þessu." Kraftur er stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein og aðstandenda þeirra. Félagið hefur gefið út diskinn Ojjj … ertu með krabbamein og ætlaði að halda tónleika með fjórum sveitum til að kynna hann. „Það var eins og það væri einhver bölvun á þessum tónleikum," segir Páll Jens Reynisson hjá Krafti. „Hver af annarri gengu sveitirnar úr skaftinu, trommarinn í Jan Mayen handleggsbrotnaði og ég veit ekki hvað og hvað, þangað til hljómsveitin Reykjavík! var ein eftir." Þá kom andkristnifélagið til skjalanna og bauð samstarf. Aðgangseyriririnn, þúsundkall, skiptist jafn á milli hinna tveggja ólíku félaga. Auk Reykjavíkur! kemur fram þungarokksrjómi landsins um þessar mundir: Sólstafir (ný plata frá þeim í janúar), Darknote („bjartasta vonin í dag," segir Atli Jarl), Bastard („old school-þungarokk"), rafmagnshávaðasveitin Snatan:Ultra og hljómsveitin sem Atli er í, Helshare. Það er alltaf nóg að gerast í þungarokkinu.- drg
Mest lesið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“