Enski boltinn

Landsliðsferli Owen ekki lokið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Owen í nýjan landsliðsbúningnum.
Michael Owen í nýjan landsliðsbúningnum. Nordic Photos / Getty Images

Fabio Capello segir að Michael Owen eigi sér framtíð í enska landsliðinu þrátt fyrir að hann hafi ekki notað Owen í landsleiknum gegn Sviss í vikunni.

„Þetta var ekkert persónulegt gagnvart honum," sagði Capello. „Ég veit að hann er mikilvægur leikmaður og hann verður að halda áfram á þeirri braut sem hann hefur verið á."

„Fyrst hann var í landsliðshópnum er hann í mínum framtíðarplönum rétt eins og allir aðrir leikmenn sem ég valdi."

Mörgum þótti það athyglisvert að Capello hafi gefið Peter Crouch tækifæri í leiknum fremur en Michael Owen. Capello hafði þó skýringar á reiðum höndum.

„Ég þekki Michael mjög vel og ég vildi sjá eins marga leikmenn og ég gat."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×