Vilja að viðræðum við Heilsuverndarstöðina verði slitið 7. ágúst 2008 14:30 Fyrirhugað áfangaheimili verður starfrækt í Hólavaði 1-11 í Norðlingaholti. Vinstri grænir vilja að samningaviðræðum velferðarráðs Reykjavíkur við Heilsuverndarstöðina um rekstur fyrirhugaðs áfangaheimilis í Hólavaði verði slitið. VG vill að teknar verði upp viðræður við SÁÁ með það að markmiði að heimilinu verði komið fyrir á landi samtakanna í Vík á Kjalarnesi. ,,Það er tímabært að höggva á hnútinn í þessu erfiða máli og borgarfulltrúum er skylt að hafa það í huga að hagsmunir þeirra sem eiga að njóta úræðisins og hefur ekki verið sinnt í meira en eitt og hálft ár eiga að vera í fyrirrúmi," segir í bókun sem Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, lagi fyrir borgarráð fyrr í dag. Fyrirhugað er að í haust opni áfangaheimili í Hólavaði 1 til 11 í Norðlingaholti á vegum Heilsuverndarstöðvarinnar. Vísir greindi frá því í júlí að eigandi raðhúsalengjunnar við Hólavað var lýstur gjaldþrota í apríl. Einn kröfuhafa, Byr Sparisjóður, leysti eignir fyrirtækisins til sín. SÁÁ og Vinstri grænir gagnrýndu ákvörðun velferðarráðs Reykjavíkur að ganga til samninga við fyrirtækið þar sem tilboð SÁÁ var lægra. Við val á samstarfsaðila hafði talsverð áhrif að Heilsuverndarstöðin hafði til taks ,,afar hentugt húsnæði fyrir umrædda starfsemi." 10. júlí afhentuíbúar í Norðlingaholti Ólafi F. Magnússyni, borgarstjóra, ríflega 300 undirskriftir íbúa í hverfinu sem andsnúnir eru staðsetningu áfangaheimilisins. Þeir gagnrýndu borgaryfirvöld fyrir að hafa ekki kynnt fyrirhugað heimili og starfsemina fyrir sér. Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við Vísi 21. júlí að beðið væri eftir að málefni fyrirhugaðs áfangaheimilis í Hólavaði skýrist og því væri enn óvissa um hvort og hvenær starfsemi þess hefjist. Bókun borgarfulltrúa VG: Það er nú endanlega ljóst að húsnæði það sem Heilsuverndarstöð/Alhjúkrun hampaði í tilboði sínu og talin hefur verið veigamikill þáttur röksemdafærslu fyrir því að taka ekki lægsta tilboði, var komið í gjaldþrotaskipti áður en tillaga um úrræðið var lögð fyrir velferðarráð 9. apríl. Gögn sem lögð voru fyrir borgarráð frá Hag ehf. reyndust auk þess einskisverður pappír og var borgarráð þar með blekkt. Þetta er í sjálfu sé næg ástæða fyrir því að slíta samningsviðræðum. Veruleg andstaða er í Norðlingaholti gegn þessari viðamiklu og viðkvæmu starfsemi sem sennilega er betur sett fyrir utan þéttbýlið með hagsmuni þjónustuþega í huga. Svo heppilega vill til að SÁÁ á land við meðferðastöðina Vík á Kjalarnesi sem búið er að skipuleggja og auðvelt væri að byggja þar yfir viðkomandi búsetuúrræði. Það er tímabært að höggva á hnútinn í þessu erfiða máli og borgarfulltrúum er skylt að hafa það í huga að hagsmunir þeirra sem eiga að njóta úrræðisins og hefur ekki verið sinnt í meira en eitt og hálft ár eiga að vera í fyrirrúmi. Búsetuúrræði í tengslum við meðferðarstað á útmörkum borgarinnar væri æskilegur kostur með tilliti til batamöguleika þessa fólks. Það eru því sár vonbrigði að enn skuli málinu vera frestað. Tengdar fréttir Þorleifur: Borgarráð var blekkt Þorleifur Gunnlaugsson segir að borgarráð hafi verið blekkt þegar yfirlýsing frá Heilsuverndarstöðinni og Hag var lögð fyrir ráðið 26. júní síðastliðinn. 7. júlí 2008 13:19 Segir sviðsstjóra pólitíska aðstoðarkona Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, segir Jórunni Frímannsdóttir hafa fengið sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkur með sér í ,,pólitískan slag" en saman hafa þær skrifað greinar um búsetuúrræði með félagslegum stuðningi. 3. júlí 2008 10:35 Áfangaheimili opnar ekki nema húsnæði verði tryggt Velferðarsvið Reykjavík hefur ekki lokið við gerð samnings við Heilsuverndarstöðina um rekstur áfangaheimilis í Hólavaði í Norðlingaholti þar sem ekki liggur endanlega fyrir hvort umrætt húsnæði sé til ráðstöfunar þar sem það er nú í eigu þrotabús. 9. júlí 2008 15:59 Afhenda borgarstjóra undirskriftalista Íbúar í Norðlingaholti afhenda Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra undirskriftalista í dag með mótmælum yfir 300 íbúa í nágrenni við fyrirhugað áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í hverfinu í haust. 9. júlí 2008 09:45 Enn óvissa með áfangaheimili Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að beðið sé eftir að málefni fyrirhugaðs áfangaheimilis í Hólavaði skýrist og því sé enn óvissa um hvort og hvenær starfsemi þess hefjist. 21. júlí 2008 14:07 Eðlilega staðið að samningi um áfangaheimili Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar telur málefnalegar forsendur liggja að baki ákvörðun velferðarráðs að semja við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun um áfangaheimili fyrir einstaklinga eftir meðferð. 12. júní 2008 11:26 Óvissa með húsnæði áfangaheimilis Eigandi húsnæðis sem Heilsuverndarstöðin ætlar að nýta sem áfangaheimili í raðhúsalengju í Norðlingaholti var tekinn til gjaldþrotaskipta í apríl. Því er enn óvissa um hvort starfsemin hefjist á réttum tíma. 7. júlí 2008 12:16 Undirskriftalistar afhentir í vikunni Undirskriftalistar íbúa í Norðlingaholti gegn fyrirhuguðu áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í haust í Hólavaði verða afhentir borgaryfirvöldum á miðvikudaginn. 7. júlí 2008 15:40 Veðhafi leysir fyrirhugað áfangaheimili til sín Byr sparisjóður leysir líklega í dag til sín eignir þrotabús Í skilum sem meðal annars á fasteignirnar Hólavað 1 til 11 en Reykjavíkurborg hyggst opna þar áfangaheimili í haust. 10. júlí 2008 10:00 Málaferli erfið leið fyrir SÁÁ Ari Matthíasson framkvæmdastjóri SÁÁ segir að samtökin eigi mikið undir samstarfi við Reykjavíkurborg og ríkið sem kaupi ákveðna þjónustu af samtökunum. Af þeim sökum sé ,,erfitt að standa í stjórnsýslukærum gagnvart þessum aðilum." 18. júní 2008 14:53 Undirskriftasöfnun hafin gegn áfangaheimili Hafin er undirskriftasöfnun í Norðlingaholti gegn fyrirhuguðu áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í haust. ,,Ég er skelfingu lostin yfir þessari ákvörðun," segir Díana Fjölnisdóttir. 4. júlí 2008 16:53 ,,Hún er ekki aðstoðarkona mín" Jórunn Frímannsdóttir segir skrif Þorleifs Gunnlaugssonar um samvinnu hennar og sviðsstjóra velferðarsviðs vera sérstök. ,,Ég þekkti Stellu ekki persónulega áður en hún var ráðin. Hún er ekki aðstoðarkona mín," segir Jórunn. 3. júlí 2008 13:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Vinstri grænir vilja að samningaviðræðum velferðarráðs Reykjavíkur við Heilsuverndarstöðina um rekstur fyrirhugaðs áfangaheimilis í Hólavaði verði slitið. VG vill að teknar verði upp viðræður við SÁÁ með það að markmiði að heimilinu verði komið fyrir á landi samtakanna í Vík á Kjalarnesi. ,,Það er tímabært að höggva á hnútinn í þessu erfiða máli og borgarfulltrúum er skylt að hafa það í huga að hagsmunir þeirra sem eiga að njóta úræðisins og hefur ekki verið sinnt í meira en eitt og hálft ár eiga að vera í fyrirrúmi," segir í bókun sem Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, lagi fyrir borgarráð fyrr í dag. Fyrirhugað er að í haust opni áfangaheimili í Hólavaði 1 til 11 í Norðlingaholti á vegum Heilsuverndarstöðvarinnar. Vísir greindi frá því í júlí að eigandi raðhúsalengjunnar við Hólavað var lýstur gjaldþrota í apríl. Einn kröfuhafa, Byr Sparisjóður, leysti eignir fyrirtækisins til sín. SÁÁ og Vinstri grænir gagnrýndu ákvörðun velferðarráðs Reykjavíkur að ganga til samninga við fyrirtækið þar sem tilboð SÁÁ var lægra. Við val á samstarfsaðila hafði talsverð áhrif að Heilsuverndarstöðin hafði til taks ,,afar hentugt húsnæði fyrir umrædda starfsemi." 10. júlí afhentuíbúar í Norðlingaholti Ólafi F. Magnússyni, borgarstjóra, ríflega 300 undirskriftir íbúa í hverfinu sem andsnúnir eru staðsetningu áfangaheimilisins. Þeir gagnrýndu borgaryfirvöld fyrir að hafa ekki kynnt fyrirhugað heimili og starfsemina fyrir sér. Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við Vísi 21. júlí að beðið væri eftir að málefni fyrirhugaðs áfangaheimilis í Hólavaði skýrist og því væri enn óvissa um hvort og hvenær starfsemi þess hefjist. Bókun borgarfulltrúa VG: Það er nú endanlega ljóst að húsnæði það sem Heilsuverndarstöð/Alhjúkrun hampaði í tilboði sínu og talin hefur verið veigamikill þáttur röksemdafærslu fyrir því að taka ekki lægsta tilboði, var komið í gjaldþrotaskipti áður en tillaga um úrræðið var lögð fyrir velferðarráð 9. apríl. Gögn sem lögð voru fyrir borgarráð frá Hag ehf. reyndust auk þess einskisverður pappír og var borgarráð þar með blekkt. Þetta er í sjálfu sé næg ástæða fyrir því að slíta samningsviðræðum. Veruleg andstaða er í Norðlingaholti gegn þessari viðamiklu og viðkvæmu starfsemi sem sennilega er betur sett fyrir utan þéttbýlið með hagsmuni þjónustuþega í huga. Svo heppilega vill til að SÁÁ á land við meðferðastöðina Vík á Kjalarnesi sem búið er að skipuleggja og auðvelt væri að byggja þar yfir viðkomandi búsetuúrræði. Það er tímabært að höggva á hnútinn í þessu erfiða máli og borgarfulltrúum er skylt að hafa það í huga að hagsmunir þeirra sem eiga að njóta úrræðisins og hefur ekki verið sinnt í meira en eitt og hálft ár eiga að vera í fyrirrúmi. Búsetuúrræði í tengslum við meðferðarstað á útmörkum borgarinnar væri æskilegur kostur með tilliti til batamöguleika þessa fólks. Það eru því sár vonbrigði að enn skuli málinu vera frestað.
Tengdar fréttir Þorleifur: Borgarráð var blekkt Þorleifur Gunnlaugsson segir að borgarráð hafi verið blekkt þegar yfirlýsing frá Heilsuverndarstöðinni og Hag var lögð fyrir ráðið 26. júní síðastliðinn. 7. júlí 2008 13:19 Segir sviðsstjóra pólitíska aðstoðarkona Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, segir Jórunni Frímannsdóttir hafa fengið sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkur með sér í ,,pólitískan slag" en saman hafa þær skrifað greinar um búsetuúrræði með félagslegum stuðningi. 3. júlí 2008 10:35 Áfangaheimili opnar ekki nema húsnæði verði tryggt Velferðarsvið Reykjavík hefur ekki lokið við gerð samnings við Heilsuverndarstöðina um rekstur áfangaheimilis í Hólavaði í Norðlingaholti þar sem ekki liggur endanlega fyrir hvort umrætt húsnæði sé til ráðstöfunar þar sem það er nú í eigu þrotabús. 9. júlí 2008 15:59 Afhenda borgarstjóra undirskriftalista Íbúar í Norðlingaholti afhenda Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra undirskriftalista í dag með mótmælum yfir 300 íbúa í nágrenni við fyrirhugað áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í hverfinu í haust. 9. júlí 2008 09:45 Enn óvissa með áfangaheimili Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að beðið sé eftir að málefni fyrirhugaðs áfangaheimilis í Hólavaði skýrist og því sé enn óvissa um hvort og hvenær starfsemi þess hefjist. 21. júlí 2008 14:07 Eðlilega staðið að samningi um áfangaheimili Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar telur málefnalegar forsendur liggja að baki ákvörðun velferðarráðs að semja við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun um áfangaheimili fyrir einstaklinga eftir meðferð. 12. júní 2008 11:26 Óvissa með húsnæði áfangaheimilis Eigandi húsnæðis sem Heilsuverndarstöðin ætlar að nýta sem áfangaheimili í raðhúsalengju í Norðlingaholti var tekinn til gjaldþrotaskipta í apríl. Því er enn óvissa um hvort starfsemin hefjist á réttum tíma. 7. júlí 2008 12:16 Undirskriftalistar afhentir í vikunni Undirskriftalistar íbúa í Norðlingaholti gegn fyrirhuguðu áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í haust í Hólavaði verða afhentir borgaryfirvöldum á miðvikudaginn. 7. júlí 2008 15:40 Veðhafi leysir fyrirhugað áfangaheimili til sín Byr sparisjóður leysir líklega í dag til sín eignir þrotabús Í skilum sem meðal annars á fasteignirnar Hólavað 1 til 11 en Reykjavíkurborg hyggst opna þar áfangaheimili í haust. 10. júlí 2008 10:00 Málaferli erfið leið fyrir SÁÁ Ari Matthíasson framkvæmdastjóri SÁÁ segir að samtökin eigi mikið undir samstarfi við Reykjavíkurborg og ríkið sem kaupi ákveðna þjónustu af samtökunum. Af þeim sökum sé ,,erfitt að standa í stjórnsýslukærum gagnvart þessum aðilum." 18. júní 2008 14:53 Undirskriftasöfnun hafin gegn áfangaheimili Hafin er undirskriftasöfnun í Norðlingaholti gegn fyrirhuguðu áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í haust. ,,Ég er skelfingu lostin yfir þessari ákvörðun," segir Díana Fjölnisdóttir. 4. júlí 2008 16:53 ,,Hún er ekki aðstoðarkona mín" Jórunn Frímannsdóttir segir skrif Þorleifs Gunnlaugssonar um samvinnu hennar og sviðsstjóra velferðarsviðs vera sérstök. ,,Ég þekkti Stellu ekki persónulega áður en hún var ráðin. Hún er ekki aðstoðarkona mín," segir Jórunn. 3. júlí 2008 13:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Þorleifur: Borgarráð var blekkt Þorleifur Gunnlaugsson segir að borgarráð hafi verið blekkt þegar yfirlýsing frá Heilsuverndarstöðinni og Hag var lögð fyrir ráðið 26. júní síðastliðinn. 7. júlí 2008 13:19
Segir sviðsstjóra pólitíska aðstoðarkona Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, segir Jórunni Frímannsdóttir hafa fengið sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkur með sér í ,,pólitískan slag" en saman hafa þær skrifað greinar um búsetuúrræði með félagslegum stuðningi. 3. júlí 2008 10:35
Áfangaheimili opnar ekki nema húsnæði verði tryggt Velferðarsvið Reykjavík hefur ekki lokið við gerð samnings við Heilsuverndarstöðina um rekstur áfangaheimilis í Hólavaði í Norðlingaholti þar sem ekki liggur endanlega fyrir hvort umrætt húsnæði sé til ráðstöfunar þar sem það er nú í eigu þrotabús. 9. júlí 2008 15:59
Afhenda borgarstjóra undirskriftalista Íbúar í Norðlingaholti afhenda Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra undirskriftalista í dag með mótmælum yfir 300 íbúa í nágrenni við fyrirhugað áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í hverfinu í haust. 9. júlí 2008 09:45
Enn óvissa með áfangaheimili Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að beðið sé eftir að málefni fyrirhugaðs áfangaheimilis í Hólavaði skýrist og því sé enn óvissa um hvort og hvenær starfsemi þess hefjist. 21. júlí 2008 14:07
Eðlilega staðið að samningi um áfangaheimili Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar telur málefnalegar forsendur liggja að baki ákvörðun velferðarráðs að semja við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun um áfangaheimili fyrir einstaklinga eftir meðferð. 12. júní 2008 11:26
Óvissa með húsnæði áfangaheimilis Eigandi húsnæðis sem Heilsuverndarstöðin ætlar að nýta sem áfangaheimili í raðhúsalengju í Norðlingaholti var tekinn til gjaldþrotaskipta í apríl. Því er enn óvissa um hvort starfsemin hefjist á réttum tíma. 7. júlí 2008 12:16
Undirskriftalistar afhentir í vikunni Undirskriftalistar íbúa í Norðlingaholti gegn fyrirhuguðu áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í haust í Hólavaði verða afhentir borgaryfirvöldum á miðvikudaginn. 7. júlí 2008 15:40
Veðhafi leysir fyrirhugað áfangaheimili til sín Byr sparisjóður leysir líklega í dag til sín eignir þrotabús Í skilum sem meðal annars á fasteignirnar Hólavað 1 til 11 en Reykjavíkurborg hyggst opna þar áfangaheimili í haust. 10. júlí 2008 10:00
Málaferli erfið leið fyrir SÁÁ Ari Matthíasson framkvæmdastjóri SÁÁ segir að samtökin eigi mikið undir samstarfi við Reykjavíkurborg og ríkið sem kaupi ákveðna þjónustu af samtökunum. Af þeim sökum sé ,,erfitt að standa í stjórnsýslukærum gagnvart þessum aðilum." 18. júní 2008 14:53
Undirskriftasöfnun hafin gegn áfangaheimili Hafin er undirskriftasöfnun í Norðlingaholti gegn fyrirhuguðu áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í haust. ,,Ég er skelfingu lostin yfir þessari ákvörðun," segir Díana Fjölnisdóttir. 4. júlí 2008 16:53
,,Hún er ekki aðstoðarkona mín" Jórunn Frímannsdóttir segir skrif Þorleifs Gunnlaugssonar um samvinnu hennar og sviðsstjóra velferðarsviðs vera sérstök. ,,Ég þekkti Stellu ekki persónulega áður en hún var ráðin. Hún er ekki aðstoðarkona mín," segir Jórunn. 3. júlí 2008 13:00