Fótbolti

Rússar unnu Finna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jussi Jaaskaleinen bregst við eftir að Rússar skoruðu eitt marka sinna í dag.
Jussi Jaaskaleinen bregst við eftir að Rússar skoruðu eitt marka sinna í dag. Nordic Photos / AFP
Rússland vann í dag öruggan 3-0 sigur á Finnum í 4. riðli undankeppni HM 2010. Tvö markanna voru sjálfsmörk Finna.

Andrei Arshavin skoraði þriðja og síðasta mark Rússa undir lok leiksins en staðan í hálfleik var 1-0.

Með sigrinum eru Rússar komnir upp í sex stig en síðar í kvöld eigast við topplið Þýskalands og Wales sem er einnig með sex stig fyrir leik kvöldsins.

Í 3. riðli vann Tékkland 1-0 sigur á Slóveníu þar sem Libor Sionko skoraði eina mark leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×