Fótbolti

Skoska knattspyrnusambandið útilokar ekki að velja Novo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nacho Novo ræðir hér við Walter Smith, stjóra Rangers.
Nacho Novo ræðir hér við Walter Smith, stjóra Rangers. Nordic Photos / Getty Images
Eins og greint var frá í morgun er Spánverjinn Nacho Novo opinn fyrir því að spila með spænska landsliðinu í undankeppni HM 2010.

Novo hefur búið í Skotlandi undanfarin átta ár og er leikmaður Rangers þar í landi. Hann er ekki með breskan ríkisborgararétt en hefur búið nógu lengi í Bretlandi til að geta sótt um hann.

Talsmaður skoska knattspyrnusambandsins sagði að ef Novo fengi ríkisborgararétt kæmi hann til greina eins og allir aðrir leikmenn.

„Við leggjum fyrst og fremst áherslu á leikmenn sem eru aldir upp hér í Skotlandi en ef landsliðsþjálfarinn vill velja leikmann sem hann telur að gæti hjálpað landsliðinu á hann rétt á því," sagði talsmaðurinn.

Novo hefur aldrei verið valinn í spænska landsliðið. Skotland leikur í sama riðli og Ísland í undankeppni HM 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×