Fótbolti

Sneijder segist líklega ekki spila gegn Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wesley Sneijder, leikmaður hollenska landsliðsins og Real Madrid.
Wesley Sneijder, leikmaður hollenska landsliðsins og Real Madrid. Nordic Photos / AFP

Sjö leikmenn eru á sjúkralista hollenska landsliðsins og litlar líkur eru þar að auki á því að Wesley Sneijder, leikmaður Real Madrid, verði með í landsleik Hollands og Íslands um helgina.

Sneijder er í hollenska landsliðshópnum en Real Madrid vill ekki að hann taki þátt í leiknum um helgina.

„Ég vil spila en það er samkomulag í gildi," sagði Sneijder við hollenska fjölmiðla. „Ég mun því mjög líklega ekki spila á laugardaginn," bætti hann við.

Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, hefur verið kallaður í landsliðshópinn eftir að hann hætti með því eftir EM í sumar. Var það gert þar sem að Maarten Stekelenburg á við meiðsli að stríða.

Aðrir sem eru meiddir eru varnarmennirnir John Heitinga, Wilfried Bouma og Khalid Boulahrouz sem og sóknarmennirnir Robin van Persie, Arjen Robben og Jan Vennegoor of Hesselink.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×