Fótbolti

Færeyjar og Austurríki gerðu jafntefli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Færeyingar fagna marki.
Færeyingar fagna marki. Nordic Photos / AFP
Enn lenda Austuríkismenn í basli með Færeyinga en liðin gerðu í dag 1-1 jafntefli í Þórshöfn í undankeppni HM 2010.

Þegar þessi lið mættust í undankeppni EM 1992 vann Færeyjar 1-0 sigur í frægum leik. Austurríkismenn voru gestgjafar á EM í sumar en máttu sætta sig við jafntefli í Færeyjum í dag.

Bogi Lökin kom Færeyingum yfir á 47. mínútu en Martin Stranzl jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar. Þar við sat.

Ekki var hægt að sýna leikinn í beinni útsendingu í Austurríki þar sem nauðsynlegur tækjabúnaður náðu ekki að berast til Færeyja í tæka tíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×