Fótbolti

Jóhannes dæmir á Möltu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jóhannes að störfum í Landsbankadeildinni í sumar.
Jóhannes að störfum í Landsbankadeildinni í sumar.

Jóhannes Valgeirsson, milliríkjadómari, verður í eldlínunni á morgun þegar hann dæmir leik Möltu og Ungverjalands í undankeppni HM en leikið verður á Möltu.

Honum til aðstoðar verða þeir Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson. Fjórði dómari verður Magnús Þórisson.

Þessar þjóðir leika í 1. riðli undankeppninnar og eru m.a. í riðli með Dönum og Svíum.

Möltumenn eru án stiga eftir þrjá leiki en Ungverjar, sem eygja von um að blanda sér í toppbaráttuna, eru með 4 stig eftir þrjá leiki.

Af vefsíðu KSÍ








Fleiri fréttir

Sjá meira


×