Enski boltinn

Fer Owen frá Newcastle í janúar?

Mark Viduka og Michael Owen fagna marki fyrir Newcastle
Mark Viduka og Michael Owen fagna marki fyrir Newcastle NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Michael Owen hefur verið sjóðheitur með liði sínu Newcastle undanfarið og skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli við Stoke um helgina.

Samningur kappans rennur út næsta sumar og því verður Owen frjálst að ræða við önnur félög í janúar.

Líklegt verður að teljast að sú staða gæti komið upp, því hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum Owen við Newcastle.

"Það hefur verið talað lengi um þennan samning. Ég átti viðræður við félagið fyrir fimm eða sex mánuðum, en þá reið þessi órói yfir félagið. Kevin Keegan hætti og nokkrir af þeim sem voru að semja við mig í stjórninni hættu líka. Síðan hefur verið svo mikið í gangi hjá félaginu að þeir hafa ekki haft samband við okkur aftur," sagði Owen.

Hann hefur verið orðaður við m.a. Chelsea og gamla félagið sitt Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×