Tíu verstu kaup sumarsins Elvar Geir Magnússon skrifar 8. desember 2008 17:30 Robbie Keane. Daily Telegraph tók saman lista yfir tíu verstu leikmannakaup ensku úrvalsdeildarinnar síðasta sumar. Hér að neðan má sjá niðurstöðuna. 1. Robbie Keane (Tottenham - Liverpool, £20 milljónir) Keane átti að vera hinn fullkomni félagi fyrir Fernando Torres í sókn Liverpool. Annað hefur komið á daginn og í 22 leikjum sínum í rauða búningnum hefur hann aðeins þrívegis leikið allar 90 mínúturnar. Var geymdur á bekknum um nýliðna helgi. 2. Jo (CSKA Moskva - Manchester City, £19 milljónir) Keyptur á metfé til Manchester City en þessi brasilíski leikmaður hefur aðeins skorað eitt deildarmark. Hefur ekki verið í byrjunarliðinu í deildinni síðan í október. 3. Heurelho Gomes (PSV Eindhoven - Tottenham, £7.8 milljónir) Markvarðarvandræði Tottenham voru alls ekki leyst með kaupunum á Gomes. Hefur gert ófá mistökin og stuðningsmenn Tottenham þora varla að horfa þegar andstæðingarnir ná fyrirgjöf fyrir markið. 4. Giovani Dos Santos (Barcelona - Tottenham, £8.6 milljónir) Hefur klárlega mikla hæfileika en er alls ekki að finna sig í enska boltanum eins og margir óttuðust. Virðist ekki vera í áætlunum Harry Redknapp. 5. Dave Kitson (Reading - Stoke City, £5.5 milljónir) Stoke hélt að félagið væri að kaupa mörk með kaupunum á Kitson. En það varð alls ekki raunin. 6. Xisco (Deportivo La Coruna - Newcastle, £5.7 milljónir) Jimenez Tejeda Xisco hefur alls ekki náð að aðlagast lífinu í Bretlandi. Hefur átt við meiðsli að stríða en þegar hann hefur náð að spreyta sig hefur hann lítið sem ekkert sýnt. 7. Nicky Shorey (Reading - Aston Villa, £3 milljónir) Gaf Middlesbrough mark snemma í nóvember og hefur ekki fengið mörg tækifæri síðan. Shorey er eini vinstri bakvörður Aston Villa en náði samt að missa sæti sitt til Luke Young sem er vanari því að spila sem hægri bakvörður. 8. Johan Elmander (Toulouse - Bolton, £11 milljónir) Hann skoraði vissulega gegn Sunderland en samt sem áður er alls ekki hægt að segja að hann hafi staðið undir væntningum í enska boltanum. 9. Pascal Chimbonda, Teemu Tainio og Steed Malbranque (Tottenham - Sunderland, óuppgefið kaupverð) Sunderland keypti þrjá í pakka frá Tottenham. Staðan í deildinni lýgur ekki og þessir leikmenn hafa ekki náð að bæta Sunderland sem lið. 10. Marvin Emnes (Sparta Rotterdam - Middlesbrough, £3.2 milljónir) Marvin hver? Middlesbrough hefur ekki unnið einn af þeim þremur deildarleikjum þar sem Emnes hefur komið við sögu. Hann er vissulega bara tvítugur en hefur Middlesbrough efni á að borga þetta mikið fyrir varaliðsleikmann? Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Daily Telegraph tók saman lista yfir tíu verstu leikmannakaup ensku úrvalsdeildarinnar síðasta sumar. Hér að neðan má sjá niðurstöðuna. 1. Robbie Keane (Tottenham - Liverpool, £20 milljónir) Keane átti að vera hinn fullkomni félagi fyrir Fernando Torres í sókn Liverpool. Annað hefur komið á daginn og í 22 leikjum sínum í rauða búningnum hefur hann aðeins þrívegis leikið allar 90 mínúturnar. Var geymdur á bekknum um nýliðna helgi. 2. Jo (CSKA Moskva - Manchester City, £19 milljónir) Keyptur á metfé til Manchester City en þessi brasilíski leikmaður hefur aðeins skorað eitt deildarmark. Hefur ekki verið í byrjunarliðinu í deildinni síðan í október. 3. Heurelho Gomes (PSV Eindhoven - Tottenham, £7.8 milljónir) Markvarðarvandræði Tottenham voru alls ekki leyst með kaupunum á Gomes. Hefur gert ófá mistökin og stuðningsmenn Tottenham þora varla að horfa þegar andstæðingarnir ná fyrirgjöf fyrir markið. 4. Giovani Dos Santos (Barcelona - Tottenham, £8.6 milljónir) Hefur klárlega mikla hæfileika en er alls ekki að finna sig í enska boltanum eins og margir óttuðust. Virðist ekki vera í áætlunum Harry Redknapp. 5. Dave Kitson (Reading - Stoke City, £5.5 milljónir) Stoke hélt að félagið væri að kaupa mörk með kaupunum á Kitson. En það varð alls ekki raunin. 6. Xisco (Deportivo La Coruna - Newcastle, £5.7 milljónir) Jimenez Tejeda Xisco hefur alls ekki náð að aðlagast lífinu í Bretlandi. Hefur átt við meiðsli að stríða en þegar hann hefur náð að spreyta sig hefur hann lítið sem ekkert sýnt. 7. Nicky Shorey (Reading - Aston Villa, £3 milljónir) Gaf Middlesbrough mark snemma í nóvember og hefur ekki fengið mörg tækifæri síðan. Shorey er eini vinstri bakvörður Aston Villa en náði samt að missa sæti sitt til Luke Young sem er vanari því að spila sem hægri bakvörður. 8. Johan Elmander (Toulouse - Bolton, £11 milljónir) Hann skoraði vissulega gegn Sunderland en samt sem áður er alls ekki hægt að segja að hann hafi staðið undir væntningum í enska boltanum. 9. Pascal Chimbonda, Teemu Tainio og Steed Malbranque (Tottenham - Sunderland, óuppgefið kaupverð) Sunderland keypti þrjá í pakka frá Tottenham. Staðan í deildinni lýgur ekki og þessir leikmenn hafa ekki náð að bæta Sunderland sem lið. 10. Marvin Emnes (Sparta Rotterdam - Middlesbrough, £3.2 milljónir) Marvin hver? Middlesbrough hefur ekki unnið einn af þeim þremur deildarleikjum þar sem Emnes hefur komið við sögu. Hann er vissulega bara tvítugur en hefur Middlesbrough efni á að borga þetta mikið fyrir varaliðsleikmann?
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira