Innlent

Umferð hleypt í skömmtum framhjá slysstað við Grundarhverfi

Lögregla hleypir umferð í skömmtum framhjá slysstað við Grundarhverfi. Einungis jeppar og fólksbílar komast fram hjá.

Miklar tafir eru á umferð og því ökumenn beðnir um að sína þolinmæði. Jafnframt vill lögregla vara við færðinni á þessum slóðum en mikil hálka er á vegum og skyggni slæmt.

Umferðarslys varð þarna fyrr í morgun er rúta skall aftan á vörubíl með tengivagni. Að sögn lögreglunnar fótbrotnaði bílstjóri rútunnar en ekkert amaði að farþegum hennar fyrir utan skrámur og áfall við að lenda í slysinu.

Tengivagn vörubílsins liggur þversum á veginum og segir lögreglan að töluverðan tíma geti tekið að opna veginn aftur þar sem stórvirkar vinnuvélar þarf til að færa tengivagninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×