Innlent

Al Gore fundar með forseta Íslands í kvöld

Al Gore.
Al Gore.

Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og handhafi friðarverðlauna Nóbels, kemur til landsins í dag í boði forseta Íslands. Gore fundar með forsetanum á Bessastöðum í kvöld en að þeim fundi loknum hefst vinnukvöldverður þar sem fulltrúar íslensks vísinda- og fræðasamfélags flytja stuttar kynningar um ýmis efni, s.s. nýtingu jarðhita, hlýnandi loftslag, bráðnun jökla o.fl.

Í fyrramálið flytur Gore erindi um hlýnun loftslags í boði Glitnis og Háskóla Íslands en hann hlaut friðarverðlaunin í fyrra fyrir framlag sitt á því sviði. Að þessu loknu mun Gore kynna sér Hitaveitu Suðurnesja, Bláa lónið og starfsemi Glitnis á sviði endurnýtanlegra orkugjafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×