Innlent

Árásarmaður í 10-11 máli úrskurðaður í gæsluvarðhald

Ungur karlmaður sem grunaður er um að hafa slegið öryggisvörð í höfuðið með glerflösku í nótt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á miðvikudag. Maðurinn var leiddur fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og féllst hann á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald.

Öryggisvörðurinn var við störf í verslun 10-11 í Austurstræti þegar maðurinn réðst á hann. Við höggið blæddi inn á heila mannsins og liggur hann nú þungt haldinn á gjörgæsludeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×