Innlent

Brutust inn í Sirkus til að mótmæla

Verktakar lokuðu Sirkus fljótlega aftur. Mynd/ Baldur Hrafnkell.
Verktakar lokuðu Sirkus fljótlega aftur. Mynd/ Baldur Hrafnkell.

Nú á tíunda tímanum braust hópur ungs fólks inn í Sirkus húsið við Klapparstíg til að halda tónleika. Einn úr hópnum sagði í samtali við Vísi að ástæðan væri sú að verið væri að mótmæla niðurrifi gamalla húsa í miðborginni. Hann sagði að lögreglan væri komin á vettvang og stutt væri í að mótmælunum myndi ljúka. Lögreglan sendi tvo bíla á staðinn og að sögn Ólafar Sigurjónsdóttur, eins mótmælendans, var dansað fullum dansi þegar lögreglumenn bar að garði.  

„Þetta er hreint og klárt innbrot," sagði Benedikt T. Sigurðsson, eigandi hússins, þegar Vísir náði tali af honum undir kvöld. Hann sagði að sér þætti lögreglan ekki gera nóg til að koma í veg fyrir skemmdarverk. Eigendurnir þyrftu sjálfir að elta uppi brotamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×