Innlent

Vörubílstjórar og bændur teppa umferð í Ölfusi

Mótmæli við fjármálaráðuneytið í gær.
Mótmæli við fjármálaráðuneytið í gær.

Vörubílstjórar tefja nú umferð við Ölfusárbrú án þess þó að loka veginum alveg. Um er að ræða 20 ökutæki sem aka löturhægt eftir veginum en nú ber svo við skv. upplýsingum frá lögreglu á Selfossi að bændur taka þátt í mótmælunum en fjórar dráttarvélar með vagna eru meðal ökutækjanna.

Lögregla er á staðnum en að sögn hennar höfðu upplýsingar um mótmælin kvisast út áður en látið var til skarar skríða. Ekki var þó haft samband við lögreglu með formlegum hætti.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×