Innlent

Slasaði gæslumann á skóladansleik

MYND/GVA

Gæslumaður á skóladansleik framhaldsskóla í gærkvöld slasaðist á fæti í átökum við pilt sem neitaði að fara niður af sviði. Það gerðist þegar pilturinn var tekinn með valdi.

Segir í tilkynningu lögreglunnar að talsverð ölvun hafi verið á dansleiknum og sömuleiðis á öðrum skóladansleik sem var einnig haldinn í gærkvöld. Ástand gesta á öðrum staðnum var þó sýnu verra en á hinum og fór svo að ákveðið var að ljúka þeirri skemmtun um hálftíma fyrr en áætlað var.

Hringt var í foreldra og forráðamenn allmargra ungmenna undir 18 ára aldri og þeim gert að sækja börn sín á fyrrnefnda dansleiki. Fáein ungmenni voru færð á lögreglustöð og eftir því sem segir í tilkynningu lögreglunnar var pilturinn sem slasaði gæslumanninn meðal þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×