Innlent

Menn bíði með álversframkvæmdir í Helguvík

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra telur að menn eigi að bíða með álversframkvæmdir í Helguvík þar til fyrir liggur hvernig orkuöflun og flutningslínum verði háttað og þar til búið sé að úrskurða í kærumáli vegna framkvæmdaleyfis.

Umhverfisráðherra staðfesti í gær þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að ekki þyrfti nýtt umhverfismat vegna álvers í Helguvík til að meta sameiginlega áhrif þess og tengdra framkvæmda á umhverfið, eins og Landvernd krafðist.

Ráðherrann telur þennan úrskurð ekki þýða að þar með sé öllum hindrunum rutt úr vegi álversins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×