Innlent

Eldur í tjaldvagni á Vatnsleysuströnd

Um kl. 02:30 í nótt var tilkynnt að eldur væri laus í tjaldvagni við Auðnar á Vatnsleysuströnd. Vagninn var lokaður og stóð á hlaði við húsið.

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á staðinn og slökkti eldinn og er vagninn mikið skemmdur. Ekki er vitað um eldsupptök og er unnið að rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×