Erlent

Naomi Campell handtekin vegna ofbeldis

Ofurfyrirsætan Naomi Campell er aftur komin í sviðsljós fjölmiðla vegna ofbeldisfullrar hegðunnar sinnar.

Naomi var handtekin á Heathrow-flugvelli síðdegis í gær eftir að hafa ráðist á lögregluþjón og hrækt framan í hann. Uppistandið varð er Naomi var komin um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna.

Í ljós kom að ein af töskum hennar hafði ekki komist um borð og tók fyrirsætan þá æðiskast. Neyddust flugliðarnir til að kalla á lögregluna til að fá Naomi fjarlægða úr vélinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×