Innlent

Handalögmálin á Sæbraut áttu sér eðlilegar skýringar

Lögregla leitaði í dag að bifreið sem stöðvaði umferð á Sæbraut seinnipartinn í dag. Bifreiðin var á ferð á Sæbraut við gatnamót Snorrabrautar þegar hún staðnæmdist skyndilega og úr henni féll kona sem var farþegi í bifreiðinni. Að sögn vitna hún virtist vera í átökum við bílstjóra bifreiðarinnar.

Að sögn vitna mátti litlu mun að vörubíll sem kom akandi hjá á sama tíma hefði ekið yfir konuna. Vitni segja að henni hafi þvínæst verið þröngvað aftur inni í bifreiðina og henni svo ekið á brott.

Vitni tóku niður skráningarnúmer bifreiðarinnar og gáfu lögreglu. Hún leitað að bílnum, konunni og bílstjóranum sem hún virtist eiga í átökum við.

Vísir hafði upp á umráðamanni bifreiðarinnar og þá kom í ljós að konan er vistamaður á stofnun og var hún í fylgd með tveimur starfsmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×