Erlent

Bush ítrekar að NATO stækki til austurs

George Bush hitti Viktor Yushchenko við upphaf heimsóknarinnar í Kiev í gær.
George Bush hitti Viktor Yushchenko við upphaf heimsóknarinnar í Kiev í gær. MYND/AFP

George Bush Bandaríkjaforseti hefur ítrekað að hann hvetji Nató til að stækka til austurs. Fyrir leiðtogafund NATO í Búkarest í dag hvatti hann til þess að fyrrum Sovétlýðveldin Úkraína og Georgía yrðu boðin velkomin í bandalagið. Hann lagði einnig til að þeim yrði auðveldað að sækja um.

Bush hvatti einni bandamenn Atlantshafsbandalagsins til þess að senda fleiri hermenn til Afganistan.

Rússar eru alfarið á móti aðild fleiri fyrrum sovétlýðvelda í NATO. Frakkar og Þjóðverjar hafa ennfremur varað við að það gæti spillt fyrir samskiptum við Moskvu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×