Iceland Airwaves í Belgíu 14. febrúar 2008 10:02 Amiina er meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum. Fjöldi íslenskra listamanna koma fram á tveimur Iceland Airwaves tónleikum í Brussel í mánuðinum. Tónleikarnir eru hluti af lista- og menningarhátíðinni Iceland on The Edge, sem hefst þann 26. febrúar, og stendur fram í miðjan júní. Fyrri tónleikarnir verða nokkru fyrr en hátíðin, eða á morgun föstudaginn 15. febrúar. Þá stíga á stokk Amiina, Jóhann Jóhannson, Seabear og Ólafur Arnalds í menningarmiðstöðinni Bozar. Síðari Iceland Airwaves tónleikarnir fara síðan fram 8. mars á tónleikastaðnum Ancienne Belgique þar sem fram koma; múm, Kira Kira, Skakkamanage og Parachutes. Markmið Iceland on the Edge, er að kynna íslenskar listir og listamenn og efla ímynd Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Dagskrá hátíðarinnar er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða metnaðarfulla íslensk menningardagskrá sem unnin hefur verið í samstarfi við Bozar, stærstu menningar- og listamiðstöð Belgíu, sem og eitt vinsælasta tónlistarhús Brussel á sviði popp og rokk tónlistar, Ancienne Belgique. Hins vegar verða ýmsir íslenskir viðburðir á sviði ferða- , ráðstefnu- orku og alþjóðamála. Meðal helstu atriða er sýning á íslenskri samtímamyndlist, Pétur Gautur í flutningi Þjóðleikhússins, sýningar á vegum Íslenska dansflokksins og danshóps Ernu Ómarsdóttur, bókmenntakvöld um Halldór Laxness og um unga samtímahöfunda, íslenskar kvikmyndir og tónleikar með ungu íslensku tónlistarfólki á sviði sígildrar tónlistar og popptónlistar. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Fjöldi íslenskra listamanna koma fram á tveimur Iceland Airwaves tónleikum í Brussel í mánuðinum. Tónleikarnir eru hluti af lista- og menningarhátíðinni Iceland on The Edge, sem hefst þann 26. febrúar, og stendur fram í miðjan júní. Fyrri tónleikarnir verða nokkru fyrr en hátíðin, eða á morgun föstudaginn 15. febrúar. Þá stíga á stokk Amiina, Jóhann Jóhannson, Seabear og Ólafur Arnalds í menningarmiðstöðinni Bozar. Síðari Iceland Airwaves tónleikarnir fara síðan fram 8. mars á tónleikastaðnum Ancienne Belgique þar sem fram koma; múm, Kira Kira, Skakkamanage og Parachutes. Markmið Iceland on the Edge, er að kynna íslenskar listir og listamenn og efla ímynd Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Dagskrá hátíðarinnar er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða metnaðarfulla íslensk menningardagskrá sem unnin hefur verið í samstarfi við Bozar, stærstu menningar- og listamiðstöð Belgíu, sem og eitt vinsælasta tónlistarhús Brussel á sviði popp og rokk tónlistar, Ancienne Belgique. Hins vegar verða ýmsir íslenskir viðburðir á sviði ferða- , ráðstefnu- orku og alþjóðamála. Meðal helstu atriða er sýning á íslenskri samtímamyndlist, Pétur Gautur í flutningi Þjóðleikhússins, sýningar á vegum Íslenska dansflokksins og danshóps Ernu Ómarsdóttur, bókmenntakvöld um Halldór Laxness og um unga samtímahöfunda, íslenskar kvikmyndir og tónleikar með ungu íslensku tónlistarfólki á sviði sígildrar tónlistar og popptónlistar.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira