Enski boltinn

Ekki lengur íþrótt fyrir karlmenn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nigel Reo-Coker, fyrrum leikmaður West Ham og núverandi leikmaður Aston Villa, hefur fengið nóg.
Nigel Reo-Coker, fyrrum leikmaður West Ham og núverandi leikmaður Aston Villa, hefur fengið nóg.

Nigel Reo-Coker, leikmaður Aston Villa, er búinn að fá sig fullsaddan af leikaraskap í enska boltanum. Hann segir að fótboltinn í dag sé ekki lengur íþrótt fyrir karlmenn.

„Ég spila á miðjunni og er vanur því að fá mörg spjöld á tímabili. Það er mikil barátta og ég legg mig allan fram. En leikaraskapurinn er sífellt að aukast og menn eru að ýkja meiðsli. Það er að drepa þennan leik," segir Reo-Coker.

„Menn eru farnir að fá spjöld fyrir lítið sem ekkert. Maður græðir lítið á líkamsstyrk í dag nema að fá oftar dæmt á sig brot. Ef maður rétt kemur við einhvern leikmann í dag þá dettur hann strax niður og rúllar sér tuttugu hringi í grasinu til að leiða mann í gildru," sagði Nigel Reo-Coker.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×