Fótbolti

Trapattoni til viðræðna á Írlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Giovanni Trapattoni.
Giovanni Trapattoni. Nordic Photos / Bongarts

Ítalinn Giovanni Trapattoni mun á mánudaginn eiga viðræður við írska knattspyrnusambandið um að taka að sér stöðu landsliðsþjálfara.

Trappatoni er knattspyrnustjóri austurríska liðsins Red Bull Salzburg og hefur verið sagður hafa mikinn áhuga á starfinu í Írlandi.

Annar sem hefur lýst yfir áhuga sínum á starfinu er Terry Venables. „Ég vil fá starfið og knattspyrnusambandið veit það," sagði hann.

Samningur Trapattoni rennur út í júní næstkomandi en undankeppni HM 2010 hefst í september. Ef hann yrði ráðinn myndi það þýða að Írar yrðu án landsliðsþjálfara í fjóra mánuði í viðbót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×