Enski boltinn

Bournemouth í greiðslustöðvun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik með Bournemouth á tímabilinu.
Úr leik með Bournemouth á tímabilinu. Nordic Photos / Getty Images

Enska C-deildarliðið Bournemouth er komið í greiðslustöðvun vegna fjárhagsvandræða sinna. Félagið skuldar fjórar milljónir punda.

Tíu stig hafa verið dregin af liðinu sem þýðir að liðið dettur úr þriðja neðsta sæti deildarinnar í það neðsta.

Boðað hefur verið til blaðamannafundar hjá félaginu í dag þar sem Jeff Mostyn, stjórnarformaður félagsins, mun væntanlega nánast útlista vandræði félagsins.

Nú þegar hefur fimm starfsmönnum félagsins verið sagt upp vegna sparnaðaraðgerða.

Á síðasta tímabili var Bjarni Þór Viðarsson lánaður til félagsins frá Everton og lék hann sex leiki á tímabilinu og skoraði í þeim eitt mark. Hann var fyrir skömmu seldur frá Everton til hollenska úrvalsdeildarfélagsins Twente. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×