Adebayor er leikmaður 25. umferðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2008 12:46 Emmanuel Adebayor hefur farið á kostum á leiktíðinni. Nordic Photos / AFP Í þriðja skipti á leiktíðinni hefur Emmanuel Adebayor hjá Arsenal verið valinn leikmaður umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni hér á Vísi. Smelltu hér til að skoða myndband af leikmanni 25. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Adebayor skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-1 sigri Arsenal gegn Manchester City á útivelli. Um leið skaut hann Arsenal á topp deildarinnar á nýjan leik en um leið var þetta fyrsta tap City á heimavelli í deildinni í vetur. Hvað markaskorun varðar eru hann og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United í algjörum sérflokki. Ronaldo hefur skorað nítján mörk í deildinni og Adebayor átján, þar af átta í síðustu sex leikjum liðsins. Hann hefur nú skorað í sex deildarleikjum í röð og er fyrsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem nær því síðan að Ruud van Nistelrooy gerði það á sínum tíma. Nýlega greindi Arsene Wenger, stjóri Arsenal, frá því að hann hafi verið nálægt því að klófesta Cristiano Ronaldo á sínum tíma, áður en hann gekk til liðs við Manchester United. En í viðtali eftir leikinn um helgina sagði Wenger að hann myndi ekki vilja skipta á Adebayor og neinum öðrum leikmanni. „Hann er besti alhliða sóknarmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni," bætti Wenger við. „Stærsta hrósið sem ég get gefið Adebayor er að hann hefur fyllt það skarð sem Thierry Henry skildi eftir sig. Og það er ekki auðvelt enda er Henry leikmaður í heimsklassa," sagði Wenger. „Við höfum ekki gleymt Thierry og þeim afrekum sem hann vann fyrir Arsenal. En það er frábært hjá Adebayor að hafa náð að fylla þetta skarð." „Adebayor er svipaður leikmaður og Didier Drogba og ég held að hann gæti orðið alveg jafn góður. Ég er hvað ánægðastur með hann af öllum þeim ungu leikmönnum sem við höfum fengið til félagsins í gegnum árin því hann er orðinn svo mikilvægur hluti af okkar liði." Nafn: Emmanuel Adebayor Fæddur: Lomé á Tógó, 26. febrúar 1984 Félög: Metz, AS Monaco og Arsenal. Númer: 25 Lið 25. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni: Mark: Jussi Jaaskelainen, BoltonVörn: Pascal Chimbonda, Tottenham Jamie Carragher, Liverpool Alan Hutton, Tottenham Robert Huth, MiddlesbroughMiðja: Kevin Nolan, Bolton Jimmy Bullard, Fulham Simon Davies, FulhamSókn: Emmanuel Adebayor, Arsenal Jermain Defoe, Portsmouth Dimitar Berbatov, Tottenham Smelltu hér til að sjá myndband af liði umferðarinnar. Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Sjá meira
Í þriðja skipti á leiktíðinni hefur Emmanuel Adebayor hjá Arsenal verið valinn leikmaður umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni hér á Vísi. Smelltu hér til að skoða myndband af leikmanni 25. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Adebayor skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-1 sigri Arsenal gegn Manchester City á útivelli. Um leið skaut hann Arsenal á topp deildarinnar á nýjan leik en um leið var þetta fyrsta tap City á heimavelli í deildinni í vetur. Hvað markaskorun varðar eru hann og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United í algjörum sérflokki. Ronaldo hefur skorað nítján mörk í deildinni og Adebayor átján, þar af átta í síðustu sex leikjum liðsins. Hann hefur nú skorað í sex deildarleikjum í röð og er fyrsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem nær því síðan að Ruud van Nistelrooy gerði það á sínum tíma. Nýlega greindi Arsene Wenger, stjóri Arsenal, frá því að hann hafi verið nálægt því að klófesta Cristiano Ronaldo á sínum tíma, áður en hann gekk til liðs við Manchester United. En í viðtali eftir leikinn um helgina sagði Wenger að hann myndi ekki vilja skipta á Adebayor og neinum öðrum leikmanni. „Hann er besti alhliða sóknarmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni," bætti Wenger við. „Stærsta hrósið sem ég get gefið Adebayor er að hann hefur fyllt það skarð sem Thierry Henry skildi eftir sig. Og það er ekki auðvelt enda er Henry leikmaður í heimsklassa," sagði Wenger. „Við höfum ekki gleymt Thierry og þeim afrekum sem hann vann fyrir Arsenal. En það er frábært hjá Adebayor að hafa náð að fylla þetta skarð." „Adebayor er svipaður leikmaður og Didier Drogba og ég held að hann gæti orðið alveg jafn góður. Ég er hvað ánægðastur með hann af öllum þeim ungu leikmönnum sem við höfum fengið til félagsins í gegnum árin því hann er orðinn svo mikilvægur hluti af okkar liði." Nafn: Emmanuel Adebayor Fæddur: Lomé á Tógó, 26. febrúar 1984 Félög: Metz, AS Monaco og Arsenal. Númer: 25 Lið 25. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni: Mark: Jussi Jaaskelainen, BoltonVörn: Pascal Chimbonda, Tottenham Jamie Carragher, Liverpool Alan Hutton, Tottenham Robert Huth, MiddlesbroughMiðja: Kevin Nolan, Bolton Jimmy Bullard, Fulham Simon Davies, FulhamSókn: Emmanuel Adebayor, Arsenal Jermain Defoe, Portsmouth Dimitar Berbatov, Tottenham Smelltu hér til að sjá myndband af liði umferðarinnar.
Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Sjá meira