Enski boltinn

Góður sigur hjá Arsenal í Manchester

Emmanuel Adebayor skorar grimmt
Emmanuel Adebayor skorar grimmt Nordic Photos / Getty Images

Manchester City mætti ofjörlum sínum í dag þegar liðið lá 3-1 á heimavelli fyrir toppliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Emmanuel Adebayor skoraði tvö mörk fyrir Arsenal og Eduardo eitt, en Gelson Fernandes skoraði mark City.

Adebayor kom gestunum á bragðið með auðveldu marki í upphafi leiks og Eduardo kom Arsenal í 2-0 með laglegri bakfallsspyrnu. Gelson Fernandes minnkaði muninn fyrir City og gaf liðinu von en Adebayor slökkti hana með öðru marki sínu í lokin.

Arsenal náði á toppinn með sigrinum en lærisveinar Sven-Göran Eriksson er í væntdærðum og hafa aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í deildinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×