Enski boltinn

Chelsea áfram í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nicolas Anelka og Shaun Wright-Phillips skoruðu mörk Chelsea í dag.
Nicolas Anelka og Shaun Wright-Phillips skoruðu mörk Chelsea í dag. Nordic Photos / Getty Images

Chelsea vann 2-1 sigur á Wigan í lokaleik dagsins í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar. Nicolas Anelka og Shaun Wright-Phillips skoruðu mörk Chelsea.

Fyrri hálfleikurinn var heldur tilþrifalítill en Anelka kom Chelsea yfir á 54. mínútu eftir fyrirgjöf Juliano Belletti.

Allt leit út fyrir að þetta myndi reynast sigurmark leiksins en Wright-Phillips skoraði þá annað mark Chelsea á 82. mínútu.

Anelka hristi af sér Kevin Kilbane og gaf boltann á Wright-Phillips sem skoraði með laglegu skoti.

Wigan náði að klóra í bakkann er Antoine Sibierski skoraði eftir undirbúning Jason Koumas á 87. mínútu.

Marcus Bent komst svo nálægt því að jafna metin á lokamínútum leiksins er skot hans hafnaði í sláni á marki Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×