Enski boltinn

Aston Villa og Blackburn skildu jöfn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marlon Harewood og Nigel Reo-Coker reyna hér að stöðva Steven Reid, leikmann Blackburn.
Marlon Harewood og Nigel Reo-Coker reyna hér að stöðva Steven Reid, leikmann Blackburn. Nordic Photos / Getty Images
Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í dag en í honum skildu Aston Villa og Blackburn jöfn, 1-1.

Scott Carson, markvörður Aston Villa, varði vítaspyrnu frá Matt Derbyshire í fyrri hálfleik eftir að Nigel Reo-Coker braut á David Bentley.

En Blackburn komst svo yfir á 67. mínútu þegar Roque Santa Cruz fylgdi eftir skoti David Dunn sem Carson varði.

Ashley Young náði þó að jafna metin með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu aðeins sex mínútum síðar.

Varamaðurinn Marlon Harewood fékk svo gott tækifæri til að tryggja Aston Villa sigurinn en skot hans hafnaði í slá Blackburn-marksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×