Enski boltinn

Newcastle vill mig ekki

NordicPhotos/GettyImages

Alan Shearer segist ekki verða næsti knattspyrnustjóri Newcastle af því félagið ætli að ráða reyndan mann til að taka við af Sam Allardyce.

Shearer segist treysta sér til að taka við starfinu en segist hafa fengið þessi skilaboð frá stjórn félagsins. "Ég fékk símtal frá forráðamönnum félagsins og þeir sögðust vera að leita að reyndum manni í starfið. Það segir mér að ég sé ekki inni í myndinni. Ef hinsvegar menn væru að leita að einhverjum sem gæti stappað stálinu í mannskapinn og fengið þá til að spila vel - þá gæti ég það," sagði Shearer í samtali við BBC.

Uppáhald bresku veðbankanna í starfið um þessar mundir er hinn franski Didier Deschamps. Hann segist ekkert hafa heyrt í Newcastle-mönnum.

"Það er heiður að vera orðaður við stöðuna en ég hef ekki heyrt í þeim," sagði Deschamps, sem varð heimsmeistari með Frökkum og stýrði áður Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×