Liverpool og Tottenham áfram Elvar Geir Magnússon skrifar 15. janúar 2008 21:23 Defoe fer framhjá Ívari Ingimarssyni í leiknum í kvöld. Í kvöld fóru fram aukaleikir í 3. umferð FA-bikarsins. Þau lið sem höfðu skilið jöfn fyrstu helgi ársins mættust að nýju. Fresta þurfti nokkrum leikjum þar sem úrhellis rigning á Bretlandseyjum hafði sitt að segja. Liverpool - Luton 5-0 Liverpool gerði aðeins jafntefli á heimavelli 2. deildarliðsins Luton og því þurftu þessi lið að mætast að nýju á Anfield. Rafael Benítez hvíldi Fernando Torres og Steven Gerrard í fyrri leiknum en hann þorði ekki að gera það aftur og báður voru í byrjunarliðinu í kvöld. Heimamenn sóttu stíft í fyrri hálfleiknum en allt stefndi í að markalaust yrði í hálfleik þegar Ryan Babel náði að skora í uppbótartíma. Snemma í seinni hálfleik gerði Gerrard síðan út um þetta einvígi þegar hann kom Liverpool í 2-0. Við þetta gáfu gestirnir eftir og Finninn Sami Hyypia skoraði þriðja mark Liverpool með skalla en boltinn hafði viðkomu í varnarmanni áður en hann fór í netið. Gerrard bætti síðan við tveimur mörkum í röð og innsiglaði þrennu sína. Reading - Tottenham 0-1 Slagur tveggja úrvalsdeildarliða. Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópnum. Steve Coppell, stjóri Reading, leyfði sér að hvíla marga lykilmenn í leiknum í kvöld. Tottenham var betra liðið í fyrri hálfleiknum og komst yfir með marki frá Robbie Keane. Ekkert var skorað í seinni hálfleiknum en heimamenn skutu þó í tréverkið. Tottenham hrósaði sigri. Tottenham mætir Manchester United í fjórðu umferð keppninnar. West Brom - Charlton 2-2 West Brom áfram eftir vítakeppni Roman Bednar kom West Brom yfir í leiknum eftir fyrirgjöf Jonathan Greening. James Morrison bætti við marki áður en Darren Ambrose náði að minnka muninn. Undir lokin jafnaði Charlton með marki Chris Dickson og leikurinn fór í framlengingu. Ekkert var skorað í framlengingunni og því gripið til vítaspyrnukeppni. Þar voru leikmenn West Bromwich skotvissari og endaði vítakeppnin 4-3. Millwall - Walsall 2-1 Ben May tók forystuna fyrir Millwall og Gary Alexander bætti við marki. Alex Nicholls minnkaði muninn fyrir Walsall í seinni hálfleik. Bury - Norwich 2-1 Norwich er í 1. deildinni en Bury leikur í 2. deild. Ben Futcher kom Bury óvænt yfir og Andy Bishop bætti síðan við öðru marki fyrir heimamenn í seinni hálfleik. Gamla brýnið Dion Dublin minnkaði muninn fyrir Norwich sem komst þó ekki lengra og úrslit leiksins ansi óvænt. Leikirnir í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar: Arsenal - Stoke City/Newcastle Coventry - Millwall Oldham - Huddersfield Town Swindon/Barnet - Fulham/Bristol Rovers Wigan - Chelsea Liverpool - Swansea/Havant & Waterlooville Southend - Barnsley Southampton - Bury Manchester United - Tottenham Portsmouth - Plymouth Derby/Sheffield Wednesday - Preston Watford - Wolves Peterborough - WBA/Charlton Sheffield United - West Ham/Manchester City Mansfield - Middlesbrough Tranmere/Hereford - Cardiff Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Í kvöld fóru fram aukaleikir í 3. umferð FA-bikarsins. Þau lið sem höfðu skilið jöfn fyrstu helgi ársins mættust að nýju. Fresta þurfti nokkrum leikjum þar sem úrhellis rigning á Bretlandseyjum hafði sitt að segja. Liverpool - Luton 5-0 Liverpool gerði aðeins jafntefli á heimavelli 2. deildarliðsins Luton og því þurftu þessi lið að mætast að nýju á Anfield. Rafael Benítez hvíldi Fernando Torres og Steven Gerrard í fyrri leiknum en hann þorði ekki að gera það aftur og báður voru í byrjunarliðinu í kvöld. Heimamenn sóttu stíft í fyrri hálfleiknum en allt stefndi í að markalaust yrði í hálfleik þegar Ryan Babel náði að skora í uppbótartíma. Snemma í seinni hálfleik gerði Gerrard síðan út um þetta einvígi þegar hann kom Liverpool í 2-0. Við þetta gáfu gestirnir eftir og Finninn Sami Hyypia skoraði þriðja mark Liverpool með skalla en boltinn hafði viðkomu í varnarmanni áður en hann fór í netið. Gerrard bætti síðan við tveimur mörkum í röð og innsiglaði þrennu sína. Reading - Tottenham 0-1 Slagur tveggja úrvalsdeildarliða. Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópnum. Steve Coppell, stjóri Reading, leyfði sér að hvíla marga lykilmenn í leiknum í kvöld. Tottenham var betra liðið í fyrri hálfleiknum og komst yfir með marki frá Robbie Keane. Ekkert var skorað í seinni hálfleiknum en heimamenn skutu þó í tréverkið. Tottenham hrósaði sigri. Tottenham mætir Manchester United í fjórðu umferð keppninnar. West Brom - Charlton 2-2 West Brom áfram eftir vítakeppni Roman Bednar kom West Brom yfir í leiknum eftir fyrirgjöf Jonathan Greening. James Morrison bætti við marki áður en Darren Ambrose náði að minnka muninn. Undir lokin jafnaði Charlton með marki Chris Dickson og leikurinn fór í framlengingu. Ekkert var skorað í framlengingunni og því gripið til vítaspyrnukeppni. Þar voru leikmenn West Bromwich skotvissari og endaði vítakeppnin 4-3. Millwall - Walsall 2-1 Ben May tók forystuna fyrir Millwall og Gary Alexander bætti við marki. Alex Nicholls minnkaði muninn fyrir Walsall í seinni hálfleik. Bury - Norwich 2-1 Norwich er í 1. deildinni en Bury leikur í 2. deild. Ben Futcher kom Bury óvænt yfir og Andy Bishop bætti síðan við öðru marki fyrir heimamenn í seinni hálfleik. Gamla brýnið Dion Dublin minnkaði muninn fyrir Norwich sem komst þó ekki lengra og úrslit leiksins ansi óvænt. Leikirnir í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar: Arsenal - Stoke City/Newcastle Coventry - Millwall Oldham - Huddersfield Town Swindon/Barnet - Fulham/Bristol Rovers Wigan - Chelsea Liverpool - Swansea/Havant & Waterlooville Southend - Barnsley Southampton - Bury Manchester United - Tottenham Portsmouth - Plymouth Derby/Sheffield Wednesday - Preston Watford - Wolves Peterborough - WBA/Charlton Sheffield United - West Ham/Manchester City Mansfield - Middlesbrough Tranmere/Hereford - Cardiff
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira