Enski boltinn

Smith í tveggja leikja bann

Stilltu þig Klístri minn.
Rob Styles dómari ræðir við Smith í leiknum um helgina
Stilltu þig Klístri minn. Rob Styles dómari ræðir við Smith í leiknum um helgina NordicPhotos/GettyImages

Alan Smith hjá Newcastle hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum gegn Manchester United um helgina.

Smith fékk beint rautt á lokaaugnablikum leiksins eftir orðaskipti við dómara leiksins. Hann missir því af leik Newcastle gegn Stoke í enska bikarnum og heimaleik við Bolton í deildinni.

Nicky Butt mun einnig missa af næstu tveimur leikjum þar sem hann fékk að líta sitt tíunda gula spjald á leiktíðinni í leiknum gegn fyrrum félögum sínum í Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×