Enski boltinn

PSG og Tottenham hafa rætt við Fred

Fred er sagður á óskalista Tottenham
Fred er sagður á óskalista Tottenham AFP

Brasilíski framherjinn Fred hjá Lyon segir að PSG í Frakklandi og Tottenham á Englandi hafi þegar sett sig í samband með það fyrir augum að kaupa hann í janúar.

Lið eins og Portsmouth hafa líka verið orðuð við Brasilíumanninn, en forráðamenn Tottenham neituðu að hafa rætt við hann um helgina.

"Ég er aðeins búinn að fá tvö tilboð og þau eru frá Tottenham og PSG. Ég neitað báðum tilboðum en við eigum eftir að sjá hvað gerist í þessari viku. Lyon er búið að ræða við önnur félög, en félagið hefur ekkert rætt við mig í því sambandi," sagði hinn 24 ára gamli framherji.

Forráðamenn Lyon hafa staðfest að tilboð hafi borist í brasilíska landsliðsmanninn, en enn sem komið er hafi ekkert þeirra verið verið nógu gott. Þeir segjast helst vilja halda leikmanninum áfram í herbúðum liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×