Enski boltinn

Edman á leið í úrvalsdeildina á ný?

NordicPhotos/GettyImages

Sænski landsliðsmaðurinn Erik Edman hjá Rennes í Frakklandi gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina á ný í janúar. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri franska félagsins.

Edman lék á sínum tíma með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og er góður vinur landsliðsmannsins Emils Hallfreðssonar frá þeim tíma. Edman hefur óskað þess að fá að fara frá franska liðinu og að sögn forráðamanna félagsins hafa "tvö eða þrjú" lið á Englandi sett sig í samband.

Fréttir herma að þetta séu Reading og Birmingham sem hafi áhuga á bakverðinum, sem er 29 ára gamall og er frjálst að ræða við önnur félög þar sem samningur hans rennur út í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×