Enski boltinn

Klinsmann átti að taka við af Benitez

Klinsmann var "Plan B" hjá eigendum Liverpool
Klinsmann var "Plan B" hjá eigendum Liverpool NordicPhotos/GettyImages

Tom Hicks, annar aðaleigenda Liverpool, hefur viðurkennt að hafa rætt við Jurgen Klinsmann um að taka við stjórn liðsins af Rafa Benitez.

Benitez hefur verið undir mikilli pressu í vetur í kjölfar þess að liðinu hefur ekki gengið sem skildi í deildinni. "Við hófum samningaviðræður við mann til öryggis af því Benitez var orðaður við Real Madrid og fleiri félög og líka til þess að hafa vaðið fyrir neðan okkur ef samskipti okkar við hann færu upp í loft," sagði Hicks í samtali við Liverpool Echo.

Þessi tíðindi hafa sett allt upp í loft í breskum fjölmiðlum og þó Klinsmann hafi nú lofað sér í vinnu hjá Bayern Munchen á næstu leiktíð, verður áhugavert að sjá hvernig Benitez, leikmenn og stuðningsmenn Liverpool taka þessum tíðindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×