Enski boltinn

Fá vindverki af megrunarlyfjum stjórans

NordicPhotos/GettyImages

Eitt af fyrstu verkum Juande Ramos þegar hann tók við Tottenham hafi verið að senda menn á borð við Tom Huddlestona og Aaron Lennon í megrun. Honum blöskraði formið á leikmönnum liðsins og setti þá á sérstakan megrunarkúr.

Kúrinn var fljótur að virka en breska blaðið Sun segir að megrunarelexír Spánverjans hafi slæmar aukaverkanir í för með sér - nefnilega vindverki.

"Nýja megrunarlyfið virkar vel en það er að setja magann á þeim í mikið ójafnvægi. Búningsherbergin eru að verða eins og trompetæfing því þeir eru allir leysandi vind hægri vinstri," sagði heimildamaður Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×