Enski boltinn

Ramos skoðar leikmenn á Spáni

Negredo var nokkrum sinnum í leikmannahópi Fabio Capello hjá Real Madrid á síðustu leiktíð
Negredo var nokkrum sinnum í leikmannahópi Fabio Capello hjá Real Madrid á síðustu leiktíð NordicPhotos/GettyImages

Tottenham hefur nú verið orðað við tvo leikmenn hjá spænska smáliðinu Almeria sem er í fallbaráttu í spænsku úrvalsdeildinni. Þetta eru þeir Alvaro Negredo og Mane.

Báðir leikmenn eiga rætur sínar að rekja til Real Madrid. Negredo er framherji en Mane er vinstribakvörður sem einnig getur spilað á miðjunni. Báðir eru sagðir hafa spilað ágætlega með liði Almeira í vetur og sagt er að Juande Ramos hjá Tottenham hafi áhuga á að fá þá til Lundúna.

Negredo spilaði áður með Castilla, B-liði Real Madrid, og hann hefur skorað fimm mörk í 15 leikjum fyrir Almeria. Hann segist vita af áhuga erlendra liða og segist upp með sér yfir áhuga Tottenham.

"Það er fínt að vita til þess að Tottenham sé að fylgjast með mér en ég er fyrst og fremst að reyna að fá að spila eins mikið og ég get með Almeira," sagði framherjinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×