Enski boltinn

Leeds er stærra en Derby

Dennis Wise
Dennis Wise NordicPhotos/GettyImages

Dennis Wise, stjóri Leeds í ensku 1. deildinni, segir félagið stærra en Derby þó síðarnefnda liðið sé í úrvalsdeildinni.

Þetta sagði Wise í kjölfar þess að Derby var orðað við framherja Leeds, Jermaine Beckford. "Ef ég á að vera hreinskilinn, sé ég ekki ástæðu fyrir hann að fara frá Leeds til Derby. Þeir eru jú í úrvalsdeildinni og við hérna niðri, en ég er bara búinn að vera ár í þessu starfi og hlutirnir eru fljótir að gerast. Við erum stærra félag en Derby," sagði Wise.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×