Enski boltinn

Ekkert fararsnið á Hughes

Hughes hefur ekki áhuga á Newcastle
Hughes hefur ekki áhuga á Newcastle NordicPhotos/GettyImages

Mark Hughes, stjóri Blackburn, hefur þótt líklegasti eftirmaður Sam Allardyce hjá Newcastle síðastliðinn sólarhring að mati breskra veðbanka. Hughes hefur nú strikað nafn sitt út úr því kapphlaupi með því að segjast ekki hlusta á tilboð um að fara annað.

Harry Redknapp hjá Portsmouth var áður búinn að útiloka að taka við starfinu, en sem stendur virðist Graeme Souness vera eini maðurinn sem hafi áhuga á því að taka við liðinu. Souness er öllum hnútum kunnugur í Newcastle eftir að hafa starfað þar áður, en var reyndar rekinn og náði litlum árangri.

"Ég nýt stuðnings stjórnar Blackburn og það er eitthvað sem maður gefur ekki frá sér svo glatt. Ég er að reyna að gera allt sem ég get til að ná árangri hérna og ég er stoltur af því að stýra Blackburn," sagði Mark Hughes í samtali við Sky þegar hann var spurður út í Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×