Enski boltinn

Van Gaal: Grétar byrjaður að hugsa um England

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Louis van Gaal, þjálfari AZ Alkmaar.
Louis van Gaal, þjálfari AZ Alkmaar. Nordic Photos / AFP

Louis Van Gaal, þjálfari hollenska úrvalsdeildarliðsins AZ Alkmaar, segir að Grétar Rafn Steinsson sé þegar farinn að hugsa um ensku úrvalsdeildina.

Grétar spilaði ekki þegar að AZ tapaði fyrir Ajax í dag, 6-1. AZ og Bolton hafa þegar komist að samkomulagi um kaupverð á Grétari en það er talið nema 430 milljónum króna.

„Það er aldrei neitt öruggt í fótbolta en það lítur út fyrir að Grétar sé á leið frá félaginu. En ég vildi bara tefla leikmönnum fram í dag sem voru með allan sinn huga við AZ."

Talið er líklegt að Grétar skrifi undir samning við Bolton á morgun eða á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×