Enski boltinn

McClaren ánægður með ráðningu Capello

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabio Capello tók við starfi Steve McClaren.
Fabio Capello tók við starfi Steve McClaren. Nordic Photos / Getty Images

Steve McClaren segir að Fabio Capello sé rétti maðurinn til að koma enska landsliðinu aftur á rétta braut.

Enska knattspyrnusambandið rak McClaren eftir að honum mistókst að stýra landsliðinu á EM í knattspyrnu sem fer fram í sumar.

Í kjölfarið var Capello ráðinn en sú ákvörðun hefur verið harkalega gagnrýnd af mörgum enskum knattspyrnustjórum sem þykir það sorglegt að erlendur þjálfari sé aftur tekinn við enska landsliðinu.

„Ég held að hann sé með þá reynslu sem til þarf og hann hefur áður unnið með mjög góðum leikmönnum. Ég held að hann sé tilbúinn fyrir þetta verkefni," sagði McClaren í samtali við BBC.

„Ég held að honum muni ganga vel ef hann aðlagast enskri menningu og hugarfari og ef landsliðið vinnur sína leiki. En aðalatriðið er að hann kemur nú í starfið á hárréttum tímapuntki. Hann hefur nú sjö mánuði þar til undirbúningur fyrir undankeppni HM 2010 hefst."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×