Enski boltinn

Robson steinhissa á Newcastle

NordicPhotos/GettyImages

Sir Bobby Robson, fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle, segist hafa orðið steinhissa þegar hann heyrði að Sam Allardyce hefði verið rekinn frá félaginu í dag.

Robson bjargaði liðinu sjálfur frá falli árið 1999 og kom því í Evrópusæti í deildinni, en var rekinn árið 2004. Hann segist hafa fengið létt sjokk þegar hann heyrði tíðindin í dag.

"Ég var mjög hissa á þessu eins og fleiri. Ég var með Sam að fylgjast með leik með varaliðinu síðast í gærkvöldi og því kom það mér í opna skjöldu að heyra þetta. Þetta er áttundi stjórinn í úrvalsdeildinni sem fær að taka pokann sinn í vetur og það er allt of mikil pressa og óþolinmæði í gangi hjá félögunum. Stjórarnir eru reknir hægri vinstri og mér finnst þetta dálítið sorglegt fyrir leikinn," sagði Robson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×