Enski boltinn

Sven er búinn að finna sinn Ronaldo

NordicPhotos/GettyImages

Sven-Göran Eriksson, stjóri Manchester City, hefur staðfest áhuga sinn á því að kaupa brasilíska sóknarmanninn Mancini hjá Roma á Ítalíu. Sven segir hann geta orðið svar City við Cristiano Ronaldo hjá Manchester United.

"Ég vil ólmur fá Mancini hingað eins fljótt og hægt er því hann er einmitt maðurinn sem gæti styrkt lið okkar til muna. Hann gæti orðið minn eigin Cristiano Ronaldo. Þetta er ekki spurning um peninga, heldur hvort Roma er til í að selja hann," sagði Eriksson í samtali við ítalska fjölmiðla.

Mancini er 28 ára gamall og er samningsbundinn Roma út næsta ár. Illa hefur gengið í viðræðum City og Roma um leikmanninn en Eriksson segist vongóður um að landa honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×