Enski boltinn

Robinson á bekknum hjá Tottenham

NordicPhotos/GettyImages

Fyrri undanúrslitaleikur Arsenal og Tottenham í enska deildarbikarnum hefst klukkan 20 í beinni á Sýn. Paul Robinson er á varamannabekk Tottenham og í stað hans stendur Tékkinn Radek Cerny í marki gestanna.

Þetta kemur sér ekki vel fyrir landsliðsmarkvörðinn Robinson, en landsliðsþjálfarinn Fabio Capello er í stúkunni að fylgjast með þeim Theo Walcott, Ledley King, Michael Dawson og Aaron Lennon sem eru í eldlínunni með liðum sínum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×