Enski boltinn

Allardyce rekinn frá Newcastle

NordicPhotos/GettyImages

Sam Allardyce hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá Newcastle eftir skelfilegt gengi liðsins að undanförnu.

Allardyce hefur aðeins setið átta mánuði í starfinu eftir að hafa náð frábærum árangri með Bolton, en það sama hefur ekki verið uppi á teningnum hjá Newcastle.

Liðið er í 11. sæti deildarinnar og hafa stuðningsmenn þess látið óánægju sína í ljós reglulega með því að baula á leikmennina þegar þeir ganga af velli.

"Ég er vonsvikinn að vera að fara frá Newcastle, en ég óska félaginu alls hins besta í framtíðinni," sagði Allardyce í samtali við BBC.

Fyrrum fyrirliði liðsins, Alan Shearer, hefur þrálega verið orðaður við stöðu knattspyrnustjóra hjá félaginu, en stjórnarformaður Newcastle fullyrðir að félagið sé ekki komið með nýjan stjóra í sigtið.

Það verður Nigel Pearson, þjálfari liðsins, sem tekur við af Allardyce tímabundið - eða þangað til eftirmaður Allardyce finnst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×